Select Page

13.3.2017 / Nýlega kom út ársskýrsla fyrir Verkefnið Bændur græða landið. BGL er samstarfsverkefni Lr og bænda um stöðvun rofs og uppgræðslu lands og áburði og fræi. Lr styrkir bændur um 85% af verði þess áburðar sem dreift er auk þess að útvega fræ þar sem þess þarf. Árið 2016 voru 556 skráðir þátttakendur og af þeim sátu 498 virkir. Þeir báru á 960 tonn af áburði og um sáðu um 7 tonnum af fræi. Sjá skýrsluna hér

Árið 2000 tók Landgræðsla ríkisins að sér að annast landnýtingarþátt gæðastýringar í hrossarækt. Verkefnið snýst um að þeir hrossabændur sem þess óska, fái staðfest með formlegum hætti að landnýting þeirra sé með sjálfbærum hætti, enda standist meðferð þeirra á beitarlandi sett viðmið. Settar voru ákveðnar vinnureglur og viðmið, sem notuð eru við úttektir á beitarlandi. Árið 2016 stóðust 40 hrossabú úttektarkröfur landnýtingarþáttarins. Sjá ársskýrslu verkefnisins hér

 

 

Skip to content