Select Page

9. júní 2015 11:59. | Á morgun, miðvikudag 10.júní kl.12, verður haldinn þriðji fundur á Kaffi Loka á Skólavörðuholti í fyrirlestraröðinni: Moldin er mikilvæg – Örfyrirlestraröð fyrir upptekið fólk!

Tvö erindi verða haldin um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa: Egill Erlendsson, lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands: “Var þeim sama um moldina?” Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum.
Jónatan Hermannsson, lektor við Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands: Ræktað land á fyrstu öldum Íslandsbyggðar – Hvað voru menn að bedrífa þá?

Skip to content