Select Page

“Ljóst er að gríðarleg vinna er framundan á landsvísu við uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða, gönguleiða og ferðaleiða í víðari merkingu. Verkefnið er brýnt því umhverfisáhrif ört vaxandi ferðaþjónustu eu komin í flokk með alvarlegastu umhverfisvandamálum þjóðarinnar,” segir í inngangi skýrslu sem Andrés Arnalds skrifaði og ber heitið Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar. Myndræn hugleiðng um ástand lands og úrbætur.

“Athyglin beinist einkum að „fjölsóttum“ stöðum en vandinn er alvarlegur á landsvísu. Mikið er í húfi og efla þarf forvarnir, uppbyggingu og viðhald staða og leiða. Tryggja þarf að fagmennska og „menning“ sé með fullnægjandi hætti til að vinna að þessum málum.

Í þessari skýrslu er nokkrum þeim viðfangsefnum sem við blasa lýst með myndrænum hætti. Áhersla er hér á þann vanda sem við blasir og mistök sem gerð hafa verið. Slíkt reynist oft gott til að skerpa fókus á það sem betur má fara og undirstrika þörf fyrir uppbyggingu faglegrar þekkingar. Á sama hátt er hægt að læra af því sem vel er gert,” segir í inngangi. Sjá skýrsluna hér.

Skip to content