12. nóvember 2014 |Landgræðslan hefur unnið að uppgræðslu sendins hrauns í Koti á Rangárvöllum sl. tvö ár í samstarfi við Landsvirkjun. Til uppgræðslunnar hefur verið notað kjötmöl, grasfræ og melgresi þar sem Hekluvikurinn var óárennilegastur. Alls hefur verið unnið á um 110 ha svæði. Borið er á um 1 tonn/ha af kjötmöli og sökum þess hversu torleyst áburðarefnin í því eru þarf ekki að bera aftur á því áburðaráhrif koma mjög vel fram árið eftir dreifingu eins og á fyrsta dreifingarárinu. Landgræðslan hefur notað kjötmjöl til uppgræðslu á nokkrum svæðum í Árnes og Rangárvallasýslu á undanförnum árum með góðum árangri.
Sjá fleiri myndir Garðars Þorfinnssonar, héraðsfulltrúa, á Facebooksíðu Landgræðslunnar. Smella hér.