Select Page

8.3.2018 / „Við verðum að vita hvert ástand landsins er, hvernig það er að breytast og hvaða áhrif núverandi landnýting hefur á það til að við getum brugðist við og tryggt að við séum að nýta landið á ábyrgan og sjálfbæran hátt“ sagði Bryndís Marteinsdóttir, verkefnisstjóri GróLindar á Landsýnarþingi í Salnum í Kópavogi fyrir skömmu. GróLind er vöktunarverkefni sem ætlað er að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins, og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna. Bryndís lagði áherslu á samstarf milli stofnana og við landnotendur í verkefni eins og þessu. „Þetta er mikilvægt verkefni og eina leiðin til að gera það vel er að vinna saman“ sagði Bryndís í lok erindisins. En hvað er GróLind? Smelltu á slóðina: https://frettir.land.is/voktun-a-grodri/

Skip to content