Select Page

15.09.16 / Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða verkefnisstjóra vegna verkefna sem tengjast gróður- og jarðvegsvernd á fjölsóttum útivistar og ferðamannastöðum. Í því felst m.a. að stýra þátttöku Íslands í 3ja ára verkefni sem styrkt er af Evrópsku áætluninni Northern Periphery and Arctic Programme (ASCENT- Apply Skills and Conserve our Enviroment with New Tools) auk annarra verkefna sem tengjast starfssemi Landgræðslunnar. Áhersla verður á samstarf við sveitarfélög og landeigendur ásamt ráðgjöf og fræðslu.

Starfs- og ábyrgðarsvið
• Vinna að gróður- og jarðvegsvernd til að draga úr landskemmdum vegna vaxandi álags af völdum útivistar og ferðafólks.
• Stýra verkefnum til að treysta undirstöður fagmennsku við undirbúning og framkvæmdir á gönguleiðum, stígum og ferðamannastöðum.
• Vinna að samevrópsku rannsóknaverkefni á þessu sviði.
• Veita fræðslu, ráðgjöf og leiðsögn og taka þátt í víðtæku samstarfi.

Menntun og hæfni
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Skipulagshæfni, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
• Gott landlæsi og sýn á að vinna með náttúrunni.
• Þekking á málaflokknum.
• Reynsla af stjórnun verkefna
• Þekking og reynsla af landgræðslustarfi er kostur.

Um er að ræða 100% stöðu sem hentar bæði konum og körlum.
Starfsmaðurinn þarf að hafa sveigjanleika og vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsins og þeim breytingum sem kunna að verða á því. Einnig geta fylgt stöðunni talsverð ferðalög.
Laun er skv. kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veiti Sigurbjörg B. Ólafsdóttir starfsmannastjóri (sigurbjorg@frettir.land.is) og Andrés Arnalds verkefnisstjóri (andres@frettir.land.is). Umsóknir ásamt ferilskrá og afriti af prófskírteini skal senda til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella eða fylla út starfsumsókn á vef Landgræðslunnar, https://frettir.land.is/storf-i-bodi/ .

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2016.

Landgræðsla ríkisins er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.

Skip to content