Select Page

|Áður en hafist er handa við endurheimt vistkerfa er mikilvægt að meta ástand lands á viðkomandi svæði og leggja mat á þætti sem hamla framvindu. Landgræðsla ríkisins hefur þróað aðferðafræði til að meta og kortleggja ástand vistkerfa áður en hafist er handa við endurheimt þeirra. Kortlagningin byggir á því að geta lesið og skilið þær vísbendingar sem ásýnd landsins gefur um ástand þess. Elín Fjóla Þórarinsdóttir, landfræðingur hjá Landgræðslunni, ritaði grein um ofangreint. Greinin birtist í vefritinu Skrínu.

Í grein Elínar Fjólu er gerð grein fyrir helstu þáttum sem metnir eru í slíkri kortlagningu, s.s. gróðurfari, yfirborðsgerð og jarðvegsrofi og hvernig samspil þessara þátta segir til um ástand gróðurs, eiginleika jarðvegs og það hversu stöðugt yfirborðið er. Þessir þættir hafa áhrif á val uppgræðsluaðgerða.
Kortlagningin hefur reynst mikilvægur þáttur í vistheimt og getur nýst bæði fyrir árangursmat og skipulag aðgerða.

Skrína. Heimasíða: www.skrina.is
Bein slóð á greinina. Smella hér.

Skip to content