Select Page

8.5.2017 / Út er komin lokaskýrsla verkefnisins „GróGos – Mat á hættu á síðkominni dreifingu gosefna“. Það er hluti af heildarhættumati vegna eldgosa á Íslandi (GOSVÁ). Verkefnið er styrkt af Ofanflóðasjóði.  Verkefninu var ætlað að þróa aðferðir til að meta getu vistkerfa til að standast öskufall og hindra flutning ösku á síðari stigum. Fyrirliggjandi gögn og vettvangsrannsóknir voru nýtt til að þróa flokkunarkerfi þar sem svæðum í nágrenni Heklu var gefin einkunn sem spáir fyrir um hversu þolin vistkerfin séu gagnvart öskufalli og hversu líkleg þau séu til að hindra frekari öskudreifingu.

Þessa aðferðafræði má nýta til að meta þol lands á eldvirkum svæðum gagnvart öskufalli og öskudreifningu, draga fram helstu áhættusvæði og leggja mat á hvar er mikilvægt að styrkja gróður eða hefja landgræðsluaðgerðir, sem forvörn gagnvart öskufalli. Sjá skýrsluna.

Flokkun svæða í nágrenni Heklu með tilliti til þess hversu viðkvæm þau eru fyrir öskufalli. Rauð svæði eru viðkvæmust en græn svæði þolnust.

 

Skip to content