Select Page
Votlendissjóðurinn, í samstarfi við Fjarðabyggð, Náttúrustofu Austurlands og Landgræðslu ríkisins stendur fyrir fundi um endurheimt votlendis í Fjarðabyggð miðvikudaginn 27. júní nk. kl. 17:15.  Á fundinum mun Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins, segja frá því hvernig sjóðurinn styður við bakið á þeim landeigendum sem vilja vinna að því að endurheimta votlendi á sínum jörðum. Sunna Áskelsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, mun segja frá því hvernig Landgræðslan leggur mat á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi og útskýra hvers vegna 2/3 af allri þekktri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslands koma frá framræstu landi. Sunna mun einnig  segja frá aðferðum við að endurheimta votlendi á einfaldan hátt. Sérfræðingur Náttúrustofu Austurlands mun svo segja frá þeirri umbreytingu sem verður við að endurheimt lands og áhrifum endurheimtar á fugla- og dýralíf.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, mun setja fundinn og segja frá framlagi Fjarðabyggðar inn í verkefnið. Anna Berg Samúelsdóttir mun stýra fundinum. Loftslagsmálin eru stærsta og brýnasta málefni jarðarinnar og því er þetta skref Fjarðabyggðar til fyrirmyndar.
Fundurinn hefst kl. 17:15 og verður haldinn í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Hann er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
Skip to content