7.2.2018 / Aukið virði landafurða er viðfangsefni Landsýnar, árlegs fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður í Salnum Kópavogi föstudaginn 23. febrúar. Að þinginu standa nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem tengjast landbúnaði, Matís, Hafrannsóknastofnunin, Landgræðslan, Skógræktin, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands og Matvælastofnun.
Dagskráin hefst klukkan 10 og að loknum erindum verða pallborðsumræður sem lýkur um kl. 16. Að því búnu flytur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, lokaorð. Loks verður boðið upp á léttar veitingar. Dagskrá og skráning
Fundarstjóri er Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður.
Vinsamlega skráið ykkur fyrir 20. febrúar
Skráningargjald er kr. 5.000